Hér er það helsta úr dagbók lögreglunnar.
Stöð 1
Tilkynnt um eld í bifreið. Samkvæmt bókun varð altjón á bifreiðinni. Tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu nefbrotnaði mögulega einn aðili í slagsmálunum. Fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna auk ýmissa minniháttar umferðalagabrota.
Stöð 2
Ökumaður grunaður um hafa valdið umferðaróhappi og akstur undir áhrifum áfengis. Þegar hann fór frá umferðaróhappinu fór aðilinn að angra dyraverði skemmtistaðar í hverfinu og var handtekinn þar fyrir utan. Ökumaður stöðvaður og handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna.
Stöð 3
Ökumaður stöðvaður og handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var einnig kærður fyrir of hraðan akstur en ökumaður ók á 129 Km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 80/km/klst.
Stöð 4
Ökumaður stöðvaður og handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.