Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata skrifar stutta lýsing á því hvernig pólitíkin virkar; hann segir þetta vera ofbeldisumhverfi.
„Að því sögðu þá er gott að hafa það í huga að þetta er auðvitað ekki stöðugt ofbeldi. Eins og alls staðar annarsstaðar þá gengur það svona í bylgjum eftir málum. Þeas. þegar það þarf að láta eitthvað gerast er gripið til þeirra aðferða.“
Hann nefnir einnig „annað sem þarf að hafa í huga er að flestir flokkar sætta sig bara við að svona virki stjórnmál og taka því bara þátt í leiknum. Reyna að taka því ekki persónulega af því að þetta er bara eins og í borðspili. Ef þú lendir á hótelreit hjá mér þannig að þú verðir gjaldþrota, þá er það bara þannig. Þannig eru reglurnar. Fólk hagar sér semsagt eftir ímynduðum reglum sem geta alveg verið aðrar.“
Björn Leví segir svo að lokum að „þá er það spurning um samstarfsvilja. DO lýsti því vel hvernig þetta virkar, að hjóla í öll mál. Líka þau sem hann var sammála. Þetta er ofbeldið í hnotskurn. Það er ekki unnið málefnalega. Og það sem meira er, þeir flokkar sem vinna málefnalega, hinir flokkarnir gera ráð fyrir því að það sé ekki málefnaleg gagnrýni og taka henni því ekki alvarlega.“