Ofsaveður gengur yfir landið í dag og appelsínugul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta vonda veður er landsmönnum ofarlega í huga eins og sjá má á samfélagsmiðlum.
Ágætis heimsendastemmning í Bónus í hádeginu. Allir þöglir og einbeittir að hrúga einhverju kjaftæði í körfurnar sínar, smá örtröð á bílastæðinu. Allt eins og það á að vera.
— Hildur (@hihildur) December 10, 2019
Hvort verðum við meira pirruð út í veðurfræðinga; ef veðrið verður verra en þau spáðu, ef veðrið verður skárra en þau spáðu?
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) December 10, 2019
Það eina sem ég vil eru myndbönd af fólki að fjúka við Höfðatorg. Hversu lengi á ég eiginlega að þurfa að bíða!?
— Hans Orri (@hanshatign) December 10, 2019
HÍ felldi niður próf í dag (aldrei séð svona áður) og jólakötturinn hlekkjaður niður, líður eins og við séum að bíða eftir einhversskonar heimsendi pic.twitter.com/IsPpt8wDn9
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) December 10, 2019
Dáist af fólki sem heldur að verslunarmiðstövðar séu að fara loka snemma í dag vegna veðurs.
Kapitalisma er sama um fólk það eru bara peningar 😬— Girl Boss Bríet (@thvengur) December 10, 2019
Það er mjög fínt veður í Mosfellsbæ akkúrat núna, svona ef allt samband skildi rofna að eilífu. Það verður base á Gljúfrasteini, matur og skjól.
— Steindi Jr. (@SteindiJR) December 10, 2019
Á EKKERT AÐ TAKA ÞESSA KRANA NIÐUR? Klukkan er tíu mín í þrjú. #lægðin pic.twitter.com/6CAdfqWpZf
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) December 10, 2019
ætla í sund í hádeginu, ef stormurinn kemur meðan ég er í kafi, þá bara vitið þið af mér gröfnum einhverstaðar undir rústunum á Vesturbæjarlauginni
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) December 10, 2019
hí að fella niður próf klukkutíma áður en prófið á að eiga sér stað er algjörlega galið
— kate the skate (@katagla) December 10, 2019
Rúðan í eldhúsglugganum svignar svo mikið í verstu hviðunum að við erum búin að hlaða húsgögnum fyrir hann og skilgreina eldhúsið sem hættusvæði. Þetta er versta veður sem ég man eftir #lægðin #rauðviðvörun
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) December 10, 2019
Það eru enn til kleinur og pítubrauð í Nóatúni. Og ein pakkningn af hamborgarabrauði. Ef þið flýtið ykkur. #Lægðin #armageddon pic.twitter.com/6pPQBRXZ0K
— Dora Magnusdottir (@doramagn) December 10, 2019
Er þetta óveður sem allir eru að tala um ekki bara einhver pólitískur rétttrúnaður? Það er fullt af vísindamönnum sem hafa engin sönnunargögn fyrir neinu óveðri. Hundruðir ef ekki þúsundir. Svo er maður bara kallaður rasisti ef maður bendir á það, ha!#lægðin
— Helgi Hrafn Gunnarsson (@helgihg) December 10, 2019
Appelsínugul viðvörun 🍊 #lægðin pic.twitter.com/1pj5DvSfpR
— Hrafnkell Helgi Helgason (@HHelgason7) December 10, 2019
ÞAÐ ER SVO MIKIL STEMNING Í ÞESSU VEÐRI
— glówdís (@glodisgud) December 10, 2019