Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Segir Facebook vera eyðandi afl: „Alltof stórir og samfélagsábyrgð þeirra alltof lítil“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason lastar Facebook í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum.

Fjölmiðlamaðurinn víðlesni, Egill Helgason segir Facebook vera afar „eyðandi afl“ fyrir fjölmiðla, í nýrri Facebook-færslu. Segir hann samfélagsmiðilinn kippa undan fótum fjölmiðla sem deila hlekkjum á miðlinum af fréttum sínum, með því að draga verulega úr dreifingum þeirra. Segir hann að lokum netrisana vera alltof stóra og ábyrgð þeirra of litla.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Facebook er svakalega eyðandi afl gagnvart fjölmiðlun (jú, ég skrifa þetta hér á Fésið!). Fyrst kemur Facebook okkur upp á það að nálgast fjölmiðla í gegnum vefinn – nánar tiltekið hlekki á fjölmiðlaumfjöllun sem hér er dreift. Síðan kippir Facebook fótunum undan þessu með því að draga stórlega úr dreifingu hlekkja – núorðið hafnar algóritminn beinlíns í stórum stíl efni sem er dreift frá fjölmiðlum. Tekur varla að deila því. En gömlu dreifingarleiðirnar virka ekki heldur. Þar lenda fjölmiðlar aftur í klemmu. Allt ber að sama brunni. Netrisarnir eru alltof stórir og samfélagsábyrgð þeirra alltof lítil.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -