Róbert Freyr Ingvason var að gefa út nýtt lag á dögunum, undir listamannanafninu Freyr.
Róbert Freyr, hóf að gera tónlist aðeins 14 ára gamall en þá samdi hann texta og kenndi sjálfum sér á gítar. Mannlíf tók við hann viðtal: „Ég hef verið í tónlist frá árinu 2009, byrjaði 14 ára að semja texta ásamt því að kenna sjálfum mér á gítar til að geta spilað undir. Á þessum tíma er ég líka búin að setja upp stúdíó aðstöðu heima hjá mér sem varð til þess að margir rapparar komu til mín til að taka upp lögin sín og þar kviknaði áhuginn fyrir produceringu.“
Róbert Freyr segist hafa nýtt sér samfélagsmiðlanna frá upphafi, til að koma tónlist sinni til fólksins.
„Ég gaf út lög á YouTube og Myspace þegar það var í gangi og færði mig svo yfir á Spotify 2012 þar sem ég gaf út rapplög undir nafninu mínu Róbert Freyr. Þau lög eru reyndar ekki til enn, þau eru bara á soundcloud.“
Snemma á ferlinum kom Róbert Freyr fram sem rappari á hinum ýmsu útihátíðum og skemmtunum. „Fengið að spila og koma fram sem rappari á Bestu Útihátíðinni, Icelandic Airwaves, Ljósanótt, framhaldskólaböllum og margt fleira. Einnig hitað upp fyrir Hopsin þegar hann kom til Íslands.“
Nýja lagið
En hvernig varð MOON til?
„MOON varð til 2022 og þegar ég fór að renna í gegnum öll lögin sem ég bjó til veturinn 22, þá rakst ég á þetta. Og ákvað að fullklára það því mér fannst það tilvalið sem fyrsti single og ákvað að það væri nú tími til að hætta safna saman góðri tónlist og góðum hugmyndum í tölvuna án þess að gera eitthvað við það. Eins er ég að vinna að mjög spennandi verkefni og kem til með að gefa út nóg af efni á þessu ári og áfram.“
Að lokum segist Róbert Freyr nærast á að skapa list.