Forsætisráðherra Slóveníu, Robert Golob, tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins hafi nú hafið formlegt ferli til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki.
Hann sagði að Slóvenía stefndi að því að viðurkenna sjálfstæða Palestínu á grundvelli landamæranna frá 1967, eða hvers kyns landamærum sem síðar gætu verið dregin upp vegna hugsanlegra framtíðarviðræðna milli Ísraels og Palestínu og umbóta sem palestínsk yfirvöld hafa hrint í framkvæmd.
„Ég skora á Ísrael að hætta tafarlaust árásum sínum á Gaza og nota samningaborðið,“ sagði Golob og bætti við að stjórnarsamstarfið samþykkti einróma ákvörðun um að hefja viðurkenningu á ríki Palestínumanna.
Frá 1988 hefur yfirgnæfandi meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna viðurkennt ríki Palestínumanna eða 142 af 193.
Al Jazeera sagði frá málinu.