Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að þrír einstaklingar hafi sótt um embætti dómara við Landsrétt en umsóknarfresturinn rann út 6. maí og verður nýr dómari skipaður 1. september næstkomandi.
Hægt er að lesa alla tilkynninguna hér fyrir neðan:
„Hinn 19. apríl 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt. Skipað verður í embættið frá 1. september 2024. Umsóknarfrestur rann út þann 6. maí síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir:
- Arnaldur Hjartarson héraðsdómari
- Eiríkur Elís Þorláksson dósent
- Kjartan Bjarni Björgvinsson settur dómari við Landsrétt
Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstu dögum.“