Í nýjustu dagbókarfærslu sinni talar Anna Kristjánsdóttir um Eurovision og svo um forsetakosningabaráttuna á Íslandi. Í þeim kafla Facebook-færslunnar furðar hún sig á stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur úr óvæntri átt, ysta hægrinu.
Anna segist ekki efast um að Katrín sé vel hæf til embættisins en sér þó meinbug á því að fá aðila í forsetastólinn, sem er með „litríka pólitíska fortíð í farteskinu“. Að lokum spaugar hún með slagorð Framsóknarflokksins úr síðustu kosningum og snýr „því upp á margfaldan fallkandidat fyrri forsetakosninga“ og spyr: „Er ekki bara best að kjósa Ástþór?“
Hér má sjá orð Önnu um stuðninginn við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni:
„Undanfarna daga hafa stuðningsyfirlýsingar til handa Katrínu Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands komið frá hinu mætasta fólki þar sem flest hver eru vel þekkt innan samfélagsins. Sjálf er ég ekki í nokkrum vafa um að Katrín sé vel hæf til embættisins þótt ég sjái ákveðin tormerki á því að sjá aðila með litríka pólitíska fortíð í farteskinu.