Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Samráðsskortur rót vandans – stofnar lögregluráð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, verður skipaður ríkislögreglustjóri þegar Haraldur Johannessen lætur af störfum um áramót. Embættið verður auglýst á næstunni en Kjartan hefur gefið út að hann muni ekki sækjast eftir því.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra fyrir stundu en þar tilkynnti hún sömuleiðis að stofnað yrði lögregluráð, sem í sætu allir lögreglustjórar landsins ásamt ríkislögreglustjóra. Ráðið yrði samráðsvettvangur og myndi funda mánaðarlega.

„RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI BRÁST DÓTTUR MINNI“

Áslaug Arna sagði ráðinu m.a. ætlað að efla samvinnu lögreglunnar á landsvísu, leiða til meira öryggis, samræmingu og þjónustu við almenning og væri í takt við þá áherslu ráðherra að lögregluafl landsins væri rekið sem ein stór heild.

Hún ítrekaði að ráðið færi hvorki með sjálfstætt lögregluvald né gæti tekið stjórnvaldsákvarðanir. Ríkislögreglustjóri heyrði áfram undir ráðherra en væri skylt að ráðfæra sig um allar stórar ákvarðanir við lögregluráð.

„RÉTTARKERFIÐ Á ÍSLANDI ER TIL HÁBORINNAR SKAMMAR“

Áslaug Arna sagði sameiningu lögregluembætta og aðrar breytingar áfram til skoðunar hjá ráðuneytinu en að vanda þyrfti til verka. Það hefði verið niðurstaða hennar að flest þau vandamál sem hefðu ratað á hennar borð og í fjölmiðla hefðu falist í samráðsskorti og lögrelguráðið væri svar við því.

Hún sagði Harald láta af störfum í góðri sátt og staðfesti að hann myndi í framhaldinu sinna sérstökum verkefnum í ráðuneytinu. Þakkaði hún honum starf sitt í þágu lögreglunnar í meira en 22 ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -