Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Steve Buscemi kýldur í andlitið í New York – Lögreglan birtir ljósmyndir af hinum grunaða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn Steve Buscemi var kýldur í andlitið á göngu sinni á götum úti í New York á miðvikudaginn. Lögreglan leitar árásarmannsins.

Lögreglan í New York sagði CNN að hún væri að rannsaka árásina, sem gerðist síðastliðinn miðvikudag og er sú nýjasta í röð tilviljanakenndra árása í borginni.

Í síðasta mánuði talaði CNN við sex konur sem sögðust hafa verið kýldar í andlitið upp úr þurru á meðan þær gengu um stræti New York borgar.

„Buscemi varð fyrir líkamsárás í miðbæ Manhattan, enn eitt fórnarlamb tilviljunarkennds ofbeldisverks í borginni,“ sagði talsmaður hans í yfirlýsingu til CNN.

„Hann er í lagi og metur velfarnaðaróskir allra, en honum þykir þetta ótrúlega leiðinlegt fyrir alla sem hafa lent í þessu á göngu sinni í NY,“ sagði í yfirlýsingunni.

Samkvæmt NYPD voru lögreglumenn kallaðir á vettvang við 369 3rd Avenue rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 8. maí. „Við komuna var lögreglumönnum tilkynnt að 66 ára karlmaður hafi verið sleginn í andlitið af óþekktum einstaklingi,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar.

- Auglýsing -

„Sjúkraliðar brugðust við og flutti fórnarlambið á sjúkrahús, í stöðugu ástandi til meðferðar vegna mars, bólgna og blæðingar í vinstra auga,“ sagði NYPD. „Ekki hefur enn verið neinn handtekinn, og rannsókn er enn í fullu gangi.“

„Einstaklingnum er lýst sem karlmanni með dökkt yfirbragð, klæddur dökkri hafnaboltahettu, bláum stuttermabol, svörtum buxum, hvítum strigaskóm og með bókatösku,“ að sögn lögreglu.

Sá grunaði

Lögreglan hefur beðið almenning um aðstoð við að bera kennsl á hinn grunaða.

- Auglýsing -

Buscemi fæddist í Brooklyn, New York. Hann er þekktastur fyrir að leika í kvikmyndum eins og „Reservoir Dogs“ (1992) og „Fargo“ (1996), auk sjónvarpsþátta þar á meðal „Boardwalk Empire“ og „30 Rock“. Þá vakti hann aðdáun margra í kringum 11. september 2001 en hann hjálpaði slökkviliðinu við hjálparstörf en hann starfaði sem slökkviliðsmaður í New York, áður en hann sló í gegn sem leikari.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -