Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari, sem var best þekktur sem Texas-Maggi, er látinn. Hann var 59 ára.
Magnús Ingi bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 2016 og vakti það mikla athygli, enda var hann ekki þekktur fyrir annað en léttleika og var kosningabarátta hans á sömu nótum.
Magnús Ingi var fæddur 19. maí 1960, eftirlifandi eiginkona hans er Analisa Monticello.
Magnús Ingi hlaut viðurnefni sitt vegna veitingastaðar hans, Texasborgara, sem hann opnaði árið 2012 og rak í fimm ár. Hann kom víða við í veitingageiranum, en rak Matarbarinn og Sjávarbarinn þegar hann lést. Sjónvarpsþættir Magnúsar Inga um matreiðslu og ferðalög vöktu einnig athygli margra, enda var léttleikinn þar í fyrirrúmi.
Mannlíf vottar fjölskyldu og vinum Magnúsar Inga samúðarkveðju.