Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Starfsmaður Amazon reyndi að myrða yfirmann sinn – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmaður Amazon í Ohio-fylki í Bandaríkjunum reyndi í vikunni að skjóta yfirmann sinn af stuttu færi en missti marks.

Hinn 22 ára Ali Hamsa Yusuf mætti með byssu í vinnu sína í vöruhúsi Amazon og í upptöku úr öryggismyndavél sést hann lauma sér fyrir aftan yfirmann sinn og reynir að skjóta hann af ótrúlega stuttu færi en erfitt er að skilja hvernig Yusuf náði ekki að hitta yfirmann sinn úr svo stuttu færi.

Eftir að hafa klikkað á skotinu hlaupa mennirnir tveir í sitthvora áttina og flúði Yusuf vettvang. Hann var síðar stöðvaður af lögreglu á bíl sínum. Þegar hann gerði tilraun til að flýja undan lögreglunni skaut hann lögreglumann og var á endanum skotinn af öðrum lögreglumönnum og lést hann af völdum þess.

Lögreglan segir að ekki liggi fyrir af hverju Yusuf hafi ætlað að myrða yfirmann sinn. Lögreglumaðurinn sem var skotinn hlaut minni háttar meiðsli en skot Yusuf hæfði skothelt vesti lögreglumannsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -