Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Ástþór veður í skoðanakannanirnar: „Það hringdi í mig taugaæstur maður frá þessari biluðu Maskínu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stöð 2 og Morgunblaðið mismunar forsetaframbjóðendum á forsendum skoðanakannana að sögn Ástþórs Magnússonar, sem var í viðtali hjá Útvarpi Sögu.

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi segir Morgunblaðið og Stöð 2 brjóta gegn lýðræðinu á sama tíma og fjölmiðlarnir fá á annað hundrað milljónir frá hinu opinbera í þeim tilgangi að styrkja lýðræðislega umræðu. Forsendur skoðanakannana er dæmi um þetta að sögn Ástþórs.

„Það er búið að vera að spila mikið með þjóðina með þessum könnunum í aðdraganda forsetakosninganna,“ segir Ástþór í viðtalinu sem Arnþrúður Karlsdóttir tók. Og hélt áfram: „Og þær byrjuðu nú þannig að þær komu frá ákveðnum framboðum. Ef ég man rétt var sú fyrsta frá Baldri.“

Arnþrúður Karlsdóttir: „En þeir voru heiðarlegir með það.“

Ástþór: „En þessu var slegið upp í fyrirsögnum til að búa til vissan veruleika og mitt nafn var til dæmis aldrei með í þeim könnunum. Svo er til einhver snabiluð Maskína, sem býr til kannanir.“

Arnþrúður: „Veistu hverjir eru eigendur þar?“

Ástþór: „Nei ég þekki það ekki. Þú veist það kannski?“

- Auglýsing -

Arnþrúður: „Já. Þú ættir að athuga hverjir eru eigendur.“

Ástþór: „Viltu ekki bara segja hlustendum það?“

Arnþrúður: „Já, nei, nei, nei.“

- Auglýsing -

Ástþór: „Arnþrúður, þú þarft nú að vera heiðarleg við þína hlustendur. Þú verður að segja frá því ef þú hefur upplýsingar.“

Arnþrúður: „Já ég vil hafa það allt staðfest.“

Ástþór: „Já, já. En það hringdi einhver í mig núna, nokkuð taugaæstur maður frá þessari biluðu Maskínu og var að reyna að biðja mig um að hætta með auglýsingu sem fór í loftið í gær á samfélagsmiðlum. Þar er ég að kynna nýja könnun og er að segja hvernig Maskína hannar niðurstöður eftir því sem maður vill. Og fólk getur kynnt sér þetta, það er inni á Facebook-síðu framboðsins, Forseti 2024.“

Þá segir Ástþór að Stöð 2 sé að „leika sama leikinn og 2016“ með því ætla að ræða aðeins við þá frambjóðendur sem mælast hvað hæst í könnunum Maskínu, sem séu ekki áreiðanlegar þar sem, að sögn Ástþórs, er hægt að stýra niðurstöðunum þeirra. Nefnir hann einnig bein tengsl Gallup inn í framboð Katrínar Jakobsdóttur. Morgunblaðið fær einnig á baukinn hjá Ástþóri en hann segir að í hringferð blaðsins um landið sé aðeins rætt við þá frambjóðendur sem valdir voru samkvæmt fylgi þeirra í skoðanakönnunum.

Segir Ástþór að bæði Stöð 2 og Morgunblaðið sé með þessu að misnota það fé sem fjölmiðlar fá, beinlínis með þeim skilyrðum að féið sé notað til að styrkja lýðræðislega umræðu. Bendir hann einnig á að Fjölmiðlanefnd hafi gefið út leiðbeiningar til fjölmiðla varðandi kosningaumfjöllun og að þar sé sérstaklega minnst á að gæta þurfi jafnræðis meðal framboða. Segir hann að ofangreindir fjölmiðlar ættu að skila styrkjunum aftur til ríkisins, þar sem þeir séu að hampa sumum frambjóðendum en öðrum ekki.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -