Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðbænum rúmlega ellefu í gærkvöldi grunaðan um líkamsárás. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Áhöfn sjúkrabifreiðar taldi ekki ekki þurfa að flytja árásarþola á bráðadeild. Báðir aðilar voru ölvaðir.
Kona í annarlegu ástandi var handtekin í Kópavogi laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Konan er grunuð um ofbeldi gegn lögreglu og brot á vopnalögum. Konan var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Klukkan 18.30 var tilkynnt um að stolinni bifreið var ekiðfrá bensínstöð í Mosfellsbæ, þar sem ökumaðurinn hafði ekki greitt fyrir eldsneyti. Um ítrekaðan þjófnað era ð ræða. Bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar og ökumaðurinn handtekinn. Hann er grunaður um nytjastuld bifreiðar, akstur sviptur ökuréttindum og þjófnað. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu og látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Ofangreint kemur fram í dagbók lögreglunnar eftir næturvaktina. Þar kemur einnig fram að fleiri aðilar fengu að gista fangageymslur vegna rannsóknar mála.