Þriðjudagur 24. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fálkinn Friðrik elskaði örbylgjueldaða kjötið hennar Ingu: „Við vorum báðir að veiða rjúpu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fólk elskar dýr mismikið. Fólk elskar villt dýr mismikið. En það er ekki algengt að villt dýr elski mannfólkið, sérstaklega ekki fálkar en það er nákvæmlega það sem gerðist árið 1998 þegar fálkinn Friðrik gerði sig heimakominn í Straumnesi á Skagaströnd en það var áttundi veturinn í röð sem Friðrik dvaldi þar.

„Hann er hérna í fæði, það er ekkert flóknara en það. Þegar hann kemur sest hann oftast á rekaviðarhnyðju skammt frá húsinu. Konan stingur þá gjarnan hrossakjöti í örbylgjuofninn og hendir svo bitanum út um gluggann. Síðan fer fálkinn ofan af hnyðjunni og vappar nær glugganum að bitanum og sækir hann,“ sagði Birgir Árnason húsbóndinn í Straumnesi, við DV árið 1998 en bjó hann með Ingu Þorvaldsdóttur, konu sinni. „Hann fær ekkert verra en folaldakjöt og nautalifur og annað sem við fáum sem úrgang úr kjötvinnslunni. Og alltaf er það heitt úr örbylgjuofninum,“ sagði Birgir.

„Yfirleitt kemur fálkinn til okkar um miðjan október,“ sagði húsbóndinn í Straumnesi. „Einu sinni hitti ég hann þegar ég var á rjúpnaveiðum úti á Skaga í október. Við vorum þá báðir að veiða rjúpu, vinirnir. Hann hafði þá ekkert komið til okkar þann vetur. Ég var alveg viss um að þetta væri fálkinn okkar. Ég þekkti fuglinn þegar hann flaug rétt hjá mér -stór, mjög hvítur með gular lappir. Hann sveif yfir mér í marga hringi en settist svo niður hjá bílnum mínum. Hann hefur örugglega þekkt bæði mig og bílinn. Daginn eftir var hann svo mættur heim i Straumnes. Einu sinni sá konan mín fálkann sitja á ljósastaur. Hún gekk að honum og talaði við hann. Fálkinn hreyfði sig ekki. Honum er líka alveg sama þótt við séum í eldhúsglugganum þegar hann kemur að éta. Kettirnir okkar tveir vilja líka gjarnan fá að fylgjast með fálkanum. En honum líkar það greinilega ekki að kettirnir séu að skoða hann.“

Birgir taldi þó líklegt að Friðrik væri í raun og veru kvenkyns en hann hverfi gjarnan stuttu fyrir varptímann og tekur Ólafur Níelsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistoftiun Íslands, undir það.

„Kerlingarnar eru mun stærri en karlarnir. Þetta er mjög merkileg samskipti sem hafa þróast þarna á Skagaströnd,“ sagði Ólafur. „Einu dæmin sem ég veit um þetta vora í nágrenni Reykjavíkur þegar Sigurðirn Klemenzson, kjúklingabóndi á Álftanesi, sem lést í janúar síðastliðinn, var með nokkra fálka í fæði. Það stóð yfir í um tvo áratugi. Sigurður var með fimm fálka þegar mest var. Ég veit annars ekki um hliðstæð dæmi þar sem fólk er með villta fálka á fóðrum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -