Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Björn lætur gott af sér leiða til handa þeim sem minna mega sín – Skorar á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Loftsson eigandi Björninn verktakar hefur ákveðið að láta gott af sér leiða fyrir jólin. Á Facebook-síðu fyrirtækisins óskar hann eftir ábendingum um þá sem þurfa á aðstoð að halda við að ná endum saman fyrir jólin. Bæði má skilja eftir athugasemd við færsluna eða senda einkaskilaboð.

 

„Okkur hjá Birninum verktökum hefur gengið vel í ár og ætlum því að gefa af okkur eins og undanfarin ár til þeirra sem ekki ná endum saman,“ segir Björn í samtali við Mannlíf. „Ég keypti kort fyrir 150 þúsund krónur og mun einnig kaupa eitthvað af pökkum fyrir börnin fyrir jólin.“

Þörfin er greinilega mikil því að sögn Björns bárust tugir beiðna strax á fyrsta klukkutímanum eftir að hann birti færsluna. Sjálfur ætlar hann þó ekki að sjá um að útdeila kortunum. „Það er mikið að gera í vinnunni og ég ræð ekki við að svara. Ég fékk tvær góðar konur sem lifa fyrir að hjálpa öðrum til að sjá um að draga út þá sem mest þurfa á aðstoð að halda.“

Hann skorar á öll fyrirtæki að gera eitthvað til að láta gott af sér leiða fyrir þá sem minna mega sín. Sjálfur þekkir hann hver þörfin er, bæði sem gefandi og þiggjandi.

Björn Loftsson

„Ég sá um fjölskylduhjálp Smárakirkju og er mjög virkur í öðrum hjálparstörfum. Það er mikil þörf og ég þekki það frá starfi mínu í kirkjunni að ástandið er slæmt. Það eru yfir 40 börn á lista sem fá engar gjafir og það er skelfilegt að heyra. Mér finnst skelfilegt að vita til að börn fái ekki pakka um jólin.

Ég hef það sjálfur gott, ég á heilbrigð börn og í mig og á. Ég þarf ekki nýjan Bens, á vinnubíl sem ég nota alltaf og þarf ekki meira. Ég skulda mikið, en það skiptir engu, ég vil frekar hjálpa,“ segir Björn.

- Auglýsing -

Aðspurður um hvort hann þekki það af eigin raun að ná ekki endum saman svarar hann: „Já ég þekki það líka, og þá fékk ég hjálp og er að endurgjalda hana.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -