Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Mun KSÍ brjóta eigin reglur aftur fyrir Albert Guðmundsson?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 7. júní næstkomandi mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spila við landslið Englands á Wembly í vináttulandsleik og því er stutt í að Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, muni tilkynna leikmannahóp sinn.

Margur Íslendingur bíður spenntur að sjá hvort að KSÍ hyggist brjóta eigin reglur aftur eins og gert var gegn Ísrael og Úkraínu fyrr á árinu og gefi grænt ljós á að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, verði valinn en hann var í fyrrasumar kærður fyrir kynferðisbrot en leikmenn sem sæta slíkri rannsókn mega ekki keppa fyrir Íslands hönd samkvæmt reglum KSÍ. Málið var látið niður falla og Albert valinn í hópinn en niðurfellingunni var svo áfrýjað og hefur ekki ennþá borist ákvörðun yfirvalda um þá áfrýjun. KSÍ bar fyrir sig óskýru orðalagi í eigin reglum og sagði að Albert hafi ekki sætt rannsókn á þeim tímapunkti sem hann var valinn í hópinn gegn Ísrael og Úkraínu og hafi því verið gjaldgengur að spila leikina. Þá sagði KSÍ að mögulega þyrfti að endurskoða reglur sem snerta á kærumálum.

Kærumálið hefur þó haft lítil áhrif á spilamennsku Alberts á knattspyrnuvellinum en hann er að eiga sitt allra besta tímabil á ferlinum og er einn eftirsóttasti leikmaðurinn á Ítalíu. Sérfræðingar telja það sé nánast ómögulegt að hann verði ekki keyptur af stórliði og þykja Inter Milan, Juventus og Tottenham líklegust til þess eins og staðan er í dag.

Albert hefur spilað 37 landsleik fyrir Íslands hönd og skorað í þeim tíu mörk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -