Matvælastofnun (MAST) hefur tekið páfagauk af eiganda á Norðurlandi vegna vanrækslu. Þetta kemur fram á vef MAST. Þar segir að við eftirlit fundust tveir mjög horaðir fuglar í búri, þar af annar dauður.
„Ástand fuglanna mátti rekja til vanfóðrunar og vatnsleysis og var vörslusvipting framkvæmd tafarlaust,“ segir í tilkynningu MAST. Þar er tekið fram að bannað sé að beita gæludýr illri meðferð og er ekki heimilt að skilja búrfugla lengur án eftirlits en í einn sólarhring. „Gæta skal þess að gæludýr sé í eðlilegum holdum og dauð dýr skal tafarlaust fjarlægð frá lifandi dýrum.“
Í tilkynningu MAST segir að verið sé að leita að nýju heimili fyrir páfagaukinn og á málið sé til meðferðar hjá MAST.