Samkvæmt bók Frjálsrar verslunnar, 300 stærstu, sem kom út í morgun er Icelandair Group stærsta fyrirtæki landsins. Félagið er með 167,3 milljarða í veltu árið 2018 samkvæmt lista Frjálsar verslunar. Félagið tapaði þá 6 milljörðum króna eftir skatta í fyrra.
Þetta eru svo tíu stærstu fyrirtæki landsins sem á eftir Icelandair Group koma samkvæmt lista Frjálsar verslunar:
Marel hf. með veltu upp á 153 milljarða og hagnað upp á 15,6 milljarða eftir skatta.
Eimskipafélag Íslands hf. með veltu upp á 88 milljarða og hagnað upp á 945 milljónir eftir skatta.
Alcoa Fjarðarál sf. með veltu upp á 84,9 milljarða. Félagið tapaði 919 milljónum 2018 eftir skatta.
Hagar hf. með 84,5 milljarða króna veltu og hagnað upp á 2,3 milljarða eftir skatt.
Landsbankinn hf. með veltu upp á 84,2. Hagnaður nam 19,3 milljörðum eftir skatt.
Íslandsbanki hf. með 82,4 milljarða veltu og hagnað upp á 10,6 milljarða eftir skatt.
Norðurál Grundartangi ehf. með veltu upp á 81,5 milljarða og hagnað upp á 491 milljónir eftir skatt.
Arion banki hf. 77,5 milljarða veltu og hagnað upp á 7,8 milljarða eftir skatt.
Össur hf. með veltu upp á 66,4 milljarða og hagnað upp á 8,7 milljarða eftir skatt.
Rio Tinto á Íslandi hf. með veltu upp á 60,3 milljarða. Tapið nam 4,8 milljörðum eftir skatt.
Listann yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins má sjá í heild sinni í bókinni 300 stærstu.