Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Ragnhildur bjargaði tveimur drengjum frá drukknun á Álftanesi: „Þeir gátu varla talað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu mátti muna þegar Ragnhildur Gunnlaugsdóttir bjargaði lífi tveggja drengja sem höfðu dottið í gegnum ís á Breiðabólstaðatjörn á Álftanesi árið 1990.

Ragnhildur var að fara með systur sinni á hestbak nálægt staðnum þar sem drengirnir fóru í gegnum ísinn. „Það var algjör heppni að stúlkurnar voru að fara á hestbak. Við hefðum sennilega aldrei heyrt í drengjunum hingað inn í hús,“ sögðu foreldrar Ragnhildar við DV um málið.

„Ragnhildur hélt að þetta væri bara eðlileg háreysti frá strákunum. En Anna Heiða, sem er tólf ára, taldi að eitthvað væri að. Það var orðið myrkur. Síðan sáu þær drengina berjast um í vatninu,“ sagði Gunnlaugur Guðmundsson, faðir Ragnhildar. Ragnhildur fór út í vatnið sem náði henni upp á axlir en annar drengurinn var alveg á kafi í ísköldu vatninu.

„Við vorum búnir að leika okkur á svellinu í svolítinn tíma. Þá brotnaði svellið allt í einu undan mér og svo undan Þórólfi Snæ. Ég náði með höfuðið upp úr vatninu en Þórólfur fór alveg á kaf. Hann reyndi að grípa í mig og klifra upp á mig og ná í brúnina á svellinu. Mér var kalt. Ég var líka hræddur. Svo kom Agga. Hún skreið eftir svellinu. En svo datt hún líka niður í vatnið. Þá tók hún í okkur og bar okkur upp úr,“ sagði hinn sex ára gamli Haukur Daði Guðmundsson um björgun Ragnhildar en hún var 17 ára gömul þegar þetta átti sér stað.

„Þeir gátu varla talað, þeir voru svo kaldir,“ sagði Þóra Kjartansdóttir, móðir Þórólfs. „Það var strax komið með drengina hingað og við skelltum þeim í bað – fyrst í volgt vatn en svo heitt. Við höfum margoft bent þeim á að þeir mega ekki vera úti á ótraustum ís. Þeir vissu af því. En þetta getur kannski orðið öðrum víti til varnaðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -