Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Víðistaðaskóli bregst við barnahrellinum: „Það gladdi mig að finna samtakamátt skólasamfélagins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Víðistaðaskóli hefur brugðist skjótt við fregnum af árásum karlmanns á nemendur skólans.

Mannlíf sagði frá því fyrir þremur vikum að karlmaður í appelsínugulri úlpu og með yfirvararskegg, hafi veist að börnum í Norðurbæ Hafnarfjarðar og elt þau á röndum. Nýjasta tilvikið gerðist svo í gær þegar karlmaður tók 12 ára stúlku hálstaki þegar hún var á leið í skólann. Hún hafði annað í huga og beit fólið og sparkaði í sköflung hans og losaði sig frá honum og hljóp á brott. Foreldrar og börn eru skelkuð í hverfinu. Ekki var þó hægt að fullyrða að um sama barnahrelli væri að ræða og í hinum tilvikinum. Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári mannsins.

Sjá einnig: Karl með yfirvararskegg herjar á börn í Hafnarfirði:„Fólk slegið og óöruggt að senda börnin ein út“
Sjá einnig: Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla sendi tölvupóst á forsjáraðila barna í skólanum í dag þar sem hún fer yfir þau viðbrögð sem skólinn hefur sýnt í kjölfar árása einstaklings á börn við skólann. Þar segist hún hafa nokkra pósta í kjölfar bréfs sem hún sendi í gær varðandi nýjasta tilfellið. Fer hún svo yfir viðbrögð skólans og nefnir meðal annars að aukið hafi verið við útigæslu í frímínútum og svo er húsinu lokað fyrr á daginn. Lögreglan er einnig í miklu samstarfi við skólann og vaktar hverfið, bæði í merktum og ómerktum bílum.

Hér má lesa póstinn í heild sinni:

Kæru foreldrar, forsjáraðilar barna í Víðistaðaskóla. Það hafa margir haft samband við mig eftir bréfið sem ég sendi ykkur í gær varðandi atvikið þar sem maður veittist að nemanda á leið í skólann í gær. Ég fékk nokkra pósta í kjölfarið þar sem fólk hefur eðlilega áhyggjur og þiggur ráð og eins frásagnir af öðrum atvikum sem hafa átt sér stað áður. Fólk spyr líka hvað er verið að gera og hvað gerir skólinn? Málið var strax tilkynnt til lögreglu sem kynnti sér málavexti vel. Ég hef líka verið í þéttu samstarfi við lögregluna í gær og í dag. Lögreglan er á vaktinni í hverfinu bæði í merktum og ómerktum bílum og fylgist vel með.

- Auglýsing -

Við í skólanum brugðum á það ráð að auka í gæslu í frímínútum á skólalóðinni hjá okkur og skiptast kennarar á að fara á vörslu með skóla- og frístundaliðunum. Við höfum líka bætt gangavörslu innandyra og lokum húsinu fyrr. Allt starfsfólk skólans er upplýst og undirbúið að ræða við börnin út frá þroska og aðstæðum. Það er mikilvægt að fara ekki offari í umræðunni til að skapa ekki hræðslu og kvíða hjá börnunum. Það er mikilvægt er að þau finni að við erum til staðar og gætum öryggis þeirra eftir bestu getu. Það gladdi mig mikið að finna samtakamátt skólasamfélagins okkar og finna sterkt að við erum öll í sama liði að tryggja öryggi barnanna okkar. Í morgun mátti sjá marga foreldra fylgja börnum sínum í skólann og nokkrir foreldrar fóru í foreldrarölt og voru á vakt á göngustígum og leiðum að skólanum. Bestu þakkir fyrir þetta framtak.

Stjórn foreldrafélagsins ætlar að skipuleggja foreldrarölt næstu morgna, virku dagana og við biðjum þá sem geta lagt sitt af mörkum að skrá sig á facebooksíðu foreldrafélagsins svo hægt verði að halda utan um verkefnið. Við vonumst til að fá 6-8 á vakt frá kl. 7:30 í fyrramálið og er mæting við aðalinngang skólans en þar fá þeir sem skrá sig gulu vestin til að auðkenna sig. Hafnarfjarðarbær hefur einnig verið í góðu samstarfi við okkur ásamt lögreglunni sem hefur það hlutverk að upplýsa málið og tryggja öryggi íbúa í hverfinu. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir samstöðuna Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -