Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna 2020 fyrir tónlist sína við þættina Chernobyl. Tilnefningarnanr voru kynntar í gær.
Hildur hefur þegar hlotið eftirsótt verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl, meðal annars Emmy-verðlaun.
Hildur er tilnefnd fyrir bestu tónlist í sjónrænum miðlum (Best Score Soundtrack For Visual Media) en sá flokkur nær yfir kvikmyndir, sjónvarpsþætti, tölvuleiki og aðra sjónræna miðla.
Aðrir sem eru tilnefndir í sama flokki eru Alan Silvestri fyrir tónlistina í Avengers: Endgame, Ramin Djawadi fyrir tónlistina í áttundu seríu Game of Thrones, Hans Zimmer fyrir tónlistinina í Lion King og Marc Shaiman fyrir tónlistina í Mary Poppins Returns.
Grammy-verðlaunin verða afhent í 62. sinn þann 27. janúar, 2020.
Sjá einnig: Mamma Hildar seldi bílinn til að kaupa fyrsta sellóið handa henni: „Mamma, þetta er fyrir þig“