Mannlíf hefur heimildir fyrir því að Síminn sé nýr styrktaraðili hjólreiðakeppninnar sem áður var kennd við WOW air. Gera má ráð fyrir að útlit keppninnar, sem hefur hingað til endurspeglað hinn fjólubláa einkennislit WOW, muni breytast.
mbl.is hefur eftir Magnúsi Ragnarssyni, eiganda keppninnar, að hún muni fara fram á næsta ári með óbreyttu sniði og að nýr styrktaraðili verði kynntur í næstu viku.
Samkvæmt keppnisdagatali Hjólreiðasambands Íslands verður cyclothon-ið svokallaða haldið 24. – 26. júní.
Keppnin var stofnuð af Magnúsi, sem starfar hjá Símanum, og Skúla Mogesen, stofnanda og fyrrum eiganda WOW air. Hún hefur notið gríðarlegra vinsælda og veltu margir því fyrir sér hver örlög hennar yrðu þegar WOW fór í þrot fyrr á árinu.
Heimasíða keppninnar er enn í loftinu á slóðinni wowcyclothon.is.