Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fíkniefnið Spice fannst í rafrettum unglinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fíkiefnið svokallað Spice, efni sem telst til nýmyndaðra kannabínóíða, fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að þetta sé mikið áhyggjuefni og eru forráðamenn barna og unglinga hvattir til að vera á varðbergi.

Efnið mun vera nánast lyktarlaust, en á meðal skammtímaáhrifa þess eru mikil gleði og ánægja. Aukinn hjartsláttur, hár blóðþrýstingur, ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni eru hins vegar á meðal alvarlega aukaverkana af notkun efnisins.

„Það var hegðun unglinganna sem leiddi til afskipta af þeim í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var lagt hald á rafrettur. Veipvökinn úr þeim var rannsakaður á rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði og reyndist hann innhalda Spice, auk nikótíns. Málið er unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld,“ segir í færslunni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -