Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þorsteinn Már stígur til hliðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, stígur til hliðar á meðan á rannsókn viðskipta Samherja í Namibíu stendur yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. „Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Þá kemur fram að Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group, taki tímabundið við stöðu forstjóra Samherja.

„Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins,” er þá haft eftir Björgólfi í tilkynningunni.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni á vef Samherja.

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -