Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Frægir fylgjendur forsetaframbjóðenda – Hver kýs hvern?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf tók saman hvaða þjóðþekktu einstaklingar styðja hvaða forsetaframbjóðanda, nú þegar stutt er í kosningar.

Fjölmargir hafa síðustu vikur verið duglegir að láta í ljós stuðning sinn við hina og þessa forsetaframbjóðendur en kosningin fer fram á laugardaginn. Bæði hefur sótsvartur almúginn tjáð sig á Facebook og öðrum miðlum, og látið í ljós ánægju sína og samþykkti við þann forsetaframbjóðanda sem þeim lýst best á, sem og fræga og fallega fólkið.

Hér er listi yfir þekkta stuðningsmenn þeirra frambjóðenda sem hvað mest hafa verið áberandi í kosningabaráttunni en athugið, listinn er alls ekki tæmandi.

Ástþór Magnússon

Hafsteinn Þór Guðjónsson tónlistarmaður eða Haffi Haff eins og hann kallar sig hefur birst í auglýsingum Ástþórs Magnússonar og meðal annars sungið og dansað þar.

Haffi Haff
Ljósmynd: Facebook

Egill Helgason fjölmiðlamaður mærði Ástþór í skemmtiþætti Gísla Marteins á RÚV vegna friðarboðskaps hans. Hann hefur þó aldrei sagst ætla að kjósa Ástþór.

- Auglýsing -
Egill Helgason

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus sagðist á dögunum hafa verið sammála Ástþóri í einu og öllu þegar forsetaframbjóðandinn var í viðtali í Speglinum á Rás 2. Eiríkur dró þó heldur í land stuttu síðar og tók fram að þó að hann sé sammála Ástþóri, ætli hann sér ekki að kjósa hann.

Eiríkur Rögnvaldsson


Arnar Þór Jónsson

Eygló Egilsdóttir – eigandi Jakkafatajóga skrifaði grein á Vísi þar sem hún lýsti eftir stuðningi við Arnar Þór.

- Auglýsing -
Eygló Egilsdóttir
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður byrjaði á að lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur en hætti svo við og sagði Arnar Þór vera þann eina sem kæmi til greina sem næsti forseti Íslands.

Jón Steinar Gunnlaugsson


Baldur Þórhallsson

Gunnar Helgason rithöfundur styður Baldur og Felix alla leið, enda gamall vinur og samstarfsmaður Felix.

Gunnar Helgason
Ljósmynd: Þjóðleikhúsið

Sigga Beinteins söngkona ætlar að hjálpa Baldri að „brjóta glerþakið“ eins og sjá má á nýlegu myndbandi sem birst hefur á samfélagsmiðlunum.

Sigga Beinteins
Ljósmynd: Facebook

Már Gunnarsson söngvari og sundkappi styður Baldur af krafti.

Már Gunnarsson

 

Halla Hrund Logadóttir

Geir Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra ætlar sér að kjósa Höllu Hrund.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra styður einnig Höllu Hrund.

Jóhanna Sigurðardóttir

Guðmundur Guðmundsson handboltahetja segist velja Höllu Hrund í sitt lið.

Guðmundur Guðmundsson


Halla Tómasdóttir

Kristján Jóhannsson óperusöngvari er mjög hrifinn af Höllu T.

Mynd / Skjáskot.

Guðmundur Karl Brynjarsson prestur og fyrrverandi biskupsefni styður Höllu T. alla leið.

Séra Guðmundur Karl Brynjarsson. Skjáskot Víkurfréttir

Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar og frumkvöðull ætlar að kjósa Höllu T.

Margrét Pála
Mynd / Facebook


Jón Gnarr

Sigurjón Kjartansson styður hinn höfuðið í Tvíhöfða, Jón Gnarr.

Sigurjón Kjartansson

Flosi Þorgeirsson, gítarleikari, sagnfræðingur og hlaðvarpsstjarna styður Jón Gnarr alla leið á Bessastaði.

Flosi Þorgeirsson.

Svala Björgvinsdóttir söngdíva er stuðningskona Jóns.

Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri styður fóstbróður sinn, Jón.

Nanna Rögnvaldsdóttir rithöfundur vill fá Jón á Bessastaði.

Edda Björgvins og Björgvin Franz Gíslason, leikarar og mæðgin styðja Jón með ráðum og dáðum.

Mæðginin frábæru.
Mynd: Facebook-skjáskot


Katrín Jakobsdóttir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor á eftirlaunum er mikill stuðningsmaður Katrínar og hefur meira að segja nú þegar kosið hana.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mynd: Facebook.

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi styður Katrínu til embættis forseta.

Vilhjálmur Birgisson.

Ragnar Kjartansson listamaður skrifaði heila grein í Vísi til stuðnings Katrínar Jak.

Ragnar Kjartansson, listamaður. Mynd.Skjáskot/RÚV

Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að kjósa Katrínu.

Brynjar Níelsson
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar styður sína konu, Katrínu Jak á Bessastaði.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.


Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona ætlar að kjósa Steinunni Ólínu.

Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari kýs Steinunni á morgun.

Spessi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -