„Efnin sem eru í þessum ólum geta verið lífshættulegar ef ólarnar eru innbrigðar,“ skrifar Guðfinna Kon Kristinsdóttir, stjórnandi í Facebook-hópnum Hundasamfélagið, í færslu í hópnum í dag. Með færslunni vill hún vekja athygli á hættunni sem getur fylgt svokölluðum „calming collars“. Um hálsólar fyrir hunda með róandi ilmefnum er að ræða.
Guðfinna segir þá sögu af hundinum Skvettu.
„Skvetta lenti í lífshættu í gær eftir að hafa borðað eina slíka ól sem hún var búin að vera úr pakkningu í 2 vikur og því búin að dofna helling í virkni. Skvetta ældi 8x á innan við klst og fékk niðurgang stuttu eftir á. Hún var drifin upp á spítala og var með vökva í æð meirihluta gærdagsins og dælt í hana lyfjakoli til að reyna að koma í veg fyrir að eiturefnin kæmust út í blóðrásina. Hún kom heim stuttu fyrir lokun og fór aftur í morgun í skoðun, hún er enn með rauða slímhúð og sýnir merki um eitrun þannig það verður fylgst með henni og beðið eftir að hún skili ólinni til að útiloka stíflu í meltingarveginum.
Aðal efnin sem haft var áhyggjur af eru plönturnar Eucalyptus og Lavander. Eucalyptus hefur slæm áhrif á taugakerfið sé hún innbyrgð og eru eitur einkenni aukin munnvatns framleiðsla, uppköst, niðurgangur, depurð og slappleiki. Lavander er hættulegt fyrir nýrun og lifrina við inntöku,“ skrifar hún meðal annars.
„Ólarnar eru mikið notaðar í yfir komandi hátíðar og sérstaklega fyrir hunda sem eru hræddir við flugeldana.“
Guðfinna segir tilefni til að vekja athygli á hættunni sem fylgir umræddum hálsólum nú þegar hátíðirnar nálgast. Hún minnir á að hundar ættu ekki að vera með hálsól af þessu tagi nema undir eftirliti.
„Ólarnar eru mikið notaðar í yfir komandi hátíðar og sérstaklega fyrir hunda sem eru hræddir við flugeldana, því er mikilvægt að minnast á að það skal ekki skilja hund eftir með ólina á sér.“
Guðfinna endar færsluna á að segja frá því að reikningur frá dýralækni vegna meðhöndlunar Skvettu er kominn upp í 30.720 krónur. „Þeir sem vilja styrkja Skvettu og eiganda geta lagt inn á neyðarsjóð Hundasamfélagsins. KT:300792-3329. RKN: 0370-13-003609.“