Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Rebel Wilson segir að kynhneigð leikara eigi ekki að skipta máli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan geðþekka Rebel Wilson tjáði sig um kynhneigð leikara í nýlegu viðtali við BBC en Wilson opinberaði það árið 2022 að hún væri samkynhneigð.

Í viðtalinu var farið um víðan völl og barst talið að leikurum sem leika persónur í kvikmyndunum og sjónvarpsþáttum sem hafa ekki sömu hneigðir og leikarnir sem leika þær. Wilson sagði að henni þætti það þvæla að aðeins gagnkynhneigðir gætu leikið gagnkynhneigða og samkynhneigðir gætu aðeins leikið samkynhneigða og er hún ekki eina samkynhneigða manneskjan á þessari skoðun. Leikarinn Eric McCormack sem lék aðalhlutverk í Will & Grace sagði svipaða hluti fyrr á árinu.

Rebel Wilson hefur mikinn í fjölmiðlum á árinu en hún gaf út ævisögu í apríl þar sem hún sakaði Sacha Baron Cohen, meðleikara sinn í myndinni Grimsby, um að hafa áreitt sig við tökur á myndinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -