Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Gunnar Bragi gagnrýnir stríðsfyrirsagnir fjölmiðla: „Athygliskeppnin er eins og aurskriða sem engu eirir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, segist hugsa til starfsmanna Samherja ­sem horfi nú á stríðs­fyr­ir­sagnir um fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.

 

„Það er slæmt fyrir okkur öll þegar eitt af öfl­ug­ustu fyr­ir­tækjum lands­ins er sakað um vafa­sama við­skipta­hætti. Eðli­legt er að þeir sem ábyrgð bera svari fyrir það. Þeir og aðrir sem að fyr­ir­tæk­inu standa eða starfa hjá því eiga fjöl­skyld­ur, börn sem skilja ekki orðin sem notuð eru eða hvers vegna fjöl­skyldu­fað­ir­inn eða móð­irin bland­ast inn í þá umræðu sem búin var til með æsifrétta­stíln­um. Æsingur fjöl­mið­ils­ins til að ná athygl­inni er stundum svo mik­ill að annað skiptir ekki máli. Athygl­iskeppnin er eins og aur­skriða sem engu eirir og síst sann­leik­anum sem kannski kemur í ljós seint og um síð­ir,“ segir Gunnar Bragi í grein sem hann skrifar i Morgunblaðinu í dag. Kjarninn fjallaði einnig um grein Gunnars Braga.

Gagn­rýnir sérstakt samband RÚV og Stundarinnar

Gunnar Bragi gagnrýnir enn fremur það sem hann kallar sér­stakt sam­band milli Rík­is­út­varps­ins og Stund­ar­inn­ar, sem birtu bæði umfjall­anir um ætl­aðar mútu­greiðsl­ur, skatt­svik og pen­inga­þvætti Sam­herja í tengslum við við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.

Segir hann RÚV og Stundina hafa áður sængað saman „og þá mat­reitt málin eftir eigin höfði til þess eins að gera hlut­ina enn verri. Því er mik­il­vægt að bíða eftir heild­ar­mynd­inni áður en opin­berar aftökur hefj­ast.“ Gunnar Bragi til­greinir þó ekki hvaða umfjöllun hann er að vísa þar í.

Hann gagnrýnir síðan fjölmiðla almennt og segir æsing þeirra til að ná athygli oft svo mikinn að annað skipti ekki máli. „At­hygl­iskeppnin er eins og aur­skriða sem engu eirir og síst sann­leik­anum sem kannski kemur í ljós seint og um síð­ir. Á þá ekki að upp­lýsa um það sem miður fer eða þegar líkur eru á ein­hverju broti? Jú, svo sann­ar­lega en hvernig það er gert skiptir máli.“ En líkt og áður tiltekur hann engin dæmi.

- Auglýsing -

Segir styrki til fjöl­miðla galna hug­mynd

Að lokum opin­berar Gunnar Bragi það að Mið­flokk­ur­inn hafi lagt fram til­lögu um að hætt yrði við að styrkja einka­rekna fjöl­miðla um allt að 400 millj­ónir króna í heild við fjár­laga­vinn­una, en frum­varp um slíka styrki hefur verið dreift á Alþingi og til stendur að mæla fyrir því á næst­unn­i.

Segir hann styrk­ina vera galna hug­mynd þegar ríkið sé þegar að setja um fimm millj­arða króna í Rík­is­út­varp­ið. „Það að reyna að koma öllum fjöl­miðlum á rík­is­spen­ann minnir óþægi­lega á sam­fé­lög þar sem stjórn­völd reyna að stýra öllum fjöl­miðl­um. Fjöl­miðlar verða að geta starfað án rík­is­styrkja. Mið­flokk­ur­inn mun á næst­unni kynna hug­mynd að því hvernig efla megi einka­rekna fjöl­miðla án þess að binda þá á rík­is­jöt­una.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -