Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Karlmanni sleppt eftir yfirheyrslu í Hafnarfirði – Reyndist ekki vera meintur barnahrellir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á föstudag var karlmaður handtekinn og færður til yfirheyrslu í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum tilvikum þar sem maður veittist að börnum í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Eftir yfirheyrsluna var manninum sleppt úr haldi og eru málin enn óupplýst.

Sjá einnig: Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsókn á málinu í algjörum forgangi og allt kapp lagt á að hafa upp á barnahrellinum. Áður hefur komið fram í frétt Mannlífs að lögreglan hafi aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna málsins og verður því haldið áfram.

Lögreglu hefur borist ýmsar ábendingar sem öllum er fylgt eftir. Um síðustu helgi barst ein þeirra þar sem greindi frá manni sem hafði veist að barni eða börnum í verslunarmiðstöðinni Firði. Var hann meðal annars sagður hafa hrópað að þeim fúkyrði. Voru höfð afskipti af manninum en hann er ekki með neinum hætti talinn tengjast áðurnefndum atvikum í bænum í síðasta mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -