Mótmælendur sem höfðu smyglað sér innan um áhorfendur hjá Jimmy Kimmel, trufluðu upptöku á viðtali Kimmel við varaforseta Bandaríkjanna, Kamala Harris. Æptu aðgerðasinnarnir ókvæðisorðum að Harris, vegna stuðnings bandarískra yfirvalda við Ísrael og árásir þeirra á Palestínumenn.
Öryggisverðir urðu að stíga inn í er hópur hóf að mótmæla Kamala Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem mætt var í viðtal hjá Jimmy Kimmel.Hópurinn, sem kallar sig CODEPINK, birti myndskeið af mótmælum sínum, sem áttu sér stað í gærkvöldi en þar kölluðu meðlimir hópsins Harris meðal annars morðingja, sem styddi þjóðarmorð í Miðausturlöndum. „15.000 börn dáinn vegna þín! Stöðvið þjóðarmorðið!“
Jimmy reyndi að segja nokkra brandara til að létta andrúmsloftið en að lokum hóf hljómsveit þáttarins að spila lag eftir Stevie Wonder, á meðan öryggisverðir fjarlægðu mótmælendurna.Hópurinn dreifði mótmælum sínum nokkuð vel en í hvert skipti sem einn mótmælandi var fjarlægður af öryggisverði, stóð annar upp og hóf að öskra að Harris. Einn einstaklingur dró meira að segja upp fána Palestínu á meðan hann hrópaði á varaforsetann.Baksviðs hélt atgangurinn áfram en eftir að einn mótmælandinn neitaði að afhenda skilríki sín til öryggisvarðar, olli það líkamlegum átökum. Að lokum var hópnum hent út úr myndverinu, án handtöku en hann hélt áfram að mótmæla fyrir utan húsið, sem staðsett er í Hollywood.
Takmark CODEPINK var að sögn hópsins það, að trufla upptökur á viðtalinu og skamma varaforsetann fyrir stuðning Bandaríkjastjórnar við sprengjuárásir og dráp Ísraela á palenstínska borgara í stríði sínu gegn Hamas.
Að sjálfsögðu voru mótmælin klippt út úr þættinum en viðtalið varði í 20 mínútur þar sem rædd var um ýmis málefni, þar á meðal rétt til fóstureyðinga og innflytjendamál. Af einhverjum sérkennilegum ástæðum var ekki orði minnst á þjóðarmorðið á Gaza.