Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fortíð Fiskikóngsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fisksalinn, Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem, Fiskikóngurinn og eigandi Heitra potta, er í vandræðum eftir að hafa birt opinberlega kennitölu starfsmanns síns undir þeim formerkjum að starfsmaðurinn væri að kúga hann til launagreiðslu. Málið vakti mikla athygli og ekki síst eftir að Mannlíf sagði frá viðbrögðum starfsmannsins sem svarar vinnuveitenda sínum fullum háls og segir að Kristján hafi rifbeinsbrotið sig.  „Nú skal ég segja ykkur hvernig þetta var með mig, fiskikóngurinn sjálfur braut í mér 2 rifbein og þurfti ég að vera frá vinnu út af því,“ segir starfsmaðurinn og lýsir Kristjáni Berg sem vælukjóa og rifjar upp þá fortíð hans að flytja inn eiturlyf. Þá segir starfsmaðurinn við athugasemd við frétt Mannlífs að vitni séu að árás Fiskikóngsins sem þar að auki sé til á öryggismyndavélum.

Kristján Berg gefur starfsmanninum veika ekkert eftir í samtali við Mannlíf og skorar á hann að leita til dómstóla. „Ef þessi einstaklingur telur mig hafa brotið á sér, tala nú ekki um að beinbrjóta sig, þá höfum við lögreglu, lögfræðinga og gott dómskerfi til þess að tækla svoleiðis,“ sagði hann við Mannlíf.

Ólíklegt er að málinu sé lokið og viðbúið að Kristján Berg eigi eftir að enda fyrir dómstólum vegna kennitölunnar. Þá hlýtur að fara fram rannsókn á meintu ofbeldi hans og Kristján Berg sjálfur að hreinsa sig af ásökunum sem hann segir vera rangar. Viðbúið er að stéttarfélag launþegans grípi til aðgerða. Fiskikóngurinn er í klandri …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -