Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Spilling tekin fyrir á Alþingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérstök umræða fer fram á Alþingi í dag um spillingu.

RÚV greinir frá því að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hafi óskað eftir umræðunni í gær eftir að fréttir bárust af greiðslum Samherja til stjórnmálamanna og hátt settra embættismanna í Namibíu.

Eins og kunnugt er greindu Stundin og fréttaskýringarþátturinn Kveikur fyrr í vikunni frá því að útgerðarfélagið Samherji stundi stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig eftirsóttan fiskveiðikvóta. Eins að Samherji hafi notfært sér skattaskjól í þeim tilgangi að koma hagnaði úr landi.

Hefur málið vakið upp hörð viðbrögð í samfélaginu og eins utan landsteinanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa til að mynda sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að málið geti haft skaðleg áhrif á orðspor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á alþjóðlegum markaði.

Af þeim sökum verður fjallað um málið á Alþingi í dag, en umræður hefjast klukkan 11. Til andsvara í umræðunni verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -