Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Samherjamálið: Málsaðilar gætu átt þungar refsingar yfir höfði sér

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgerðarfélagið Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig eftirsóttan fiskveiðikvóta. Eins hefur Samherji notfært sér skattaskjól í þeim tilgangi að koma hagnaði úr landi. Þetta kemur fram í umfjöllununum Stundarinnar og fréttaskýringarþáttarins Kveik á RÚV. Lögmaður segir að málsaðilar geti átt yfir höfði sér þungar refsingar.

 

„Ef það sem fram kom í Kveik verður staðfest eða sannreynt af lögregluyfirvöldum á Íslandi geta þeir aðilar sem að málinu koma átt þungar fangelsisrefsingar yfir höfði sér. Við múturgreiðslum sem þeim sem lýst var í Kveik liggur fimm ára fangelsisrefsing við, samkvæmt almennum hegningarlögum,“ segir Ómar R. Valdimarsson lögmaður, spurður út  í málið.

Hann bætir við að hægt sé að koma slíkri refsingu við þó brotin hafi verið framin í öðru landi, enda áskilji Ísland sér refsilögsögu sem nær út fyrir landssteinana í málum sem þessum.

Reiknar hann þá með að aðilarnir verði sóttir til saka hérlendis?
„Já, ég reikna með þvi að lögregla muni taka málið til skoðunar,“ svarar Ómar en segir erfitt að segja til um hvað rannsókn á málinu muni taka langan tíma. „Rannsóknir í svona málum geta staðið yfir í mjög langan tíma. Jafnvel tvö-þrjú ár, auðveldlega. Við höfum sem viðmið bankahrunsmálin, sem voru næstum í heilan áratug í rannsókn,“ bendir hann á.

Í þætti Kveiks stígur fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, fram og viðurkennir að hafa brotið lög fyrir hönd Samherja. „Þetta er bara glæpastarfsemi, skipulögð glæpastarfsemi,“ sagði hann í samtali við Kveik. Getur Jóhannes átt von á að vera sóttur til saka?
„Já,“ segir Ómar, en tekur fram það verði að líkindum horft til refsilækkunarsjónarmiða hvað hann varði. Erfitt sé að að meta hver hans hlutur var nákvæmlega, á meðan allt er ekki komið upp á yfirborðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -