Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.9 C
Reykjavik

Reiðibylgja skellur á Fiskikónginum og sniðgöngu hótað: „Ég fyrirgef ykkur öllum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fiskikóngurinn, Kristján Berg Ásgeirsson, stendur í ströngu eftir að hann birti opinberlega læknisvottorð starfsmanns síns sem hann gaf til kynna að væri að svíkja út laun í veikindum. Á mynd af vottorði launþegans mátti greina kennitölu hans. Fjölmargir hafa orðið til þess að fordæma framferði Kristjáns Bergs og einhverjir hvetja til þess að fólk sniðgangi verslanir hans, Fiskikónginn og Heita potta. Sjálfur er Kristján Berg hinn brattasti og gefur engan afslátt af ummælum sínum. Hann kallar þó eftir samúð vegna konu sinnar olg barna sem hann segir þjást vegna ummæla fjandmanna hans.

Þetta særir konuna mína

„Ég verð nú að segja að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að lesa sum þessara kommenta, þetta særir mig, særir konuna mína, fjölskyldu, samstarfsfólk, vini og öll börnin mín sex,“ skrifar Kristján Berg. Hann segist þegar hafa rætt við nokkra sem viðhöfðu ljótustu kommentin og hafi íhugað meiðyrðamál á hendur þeim þeim. Hann sá sig svo um hönd og segist fyrirgefa þessu fólki og sér líði betur núna. Hann nefnir í engu brot sitt gagnvart launþeganum og hefur skorað á hann að sækja sinn rétt fyrir dómstólum. Þá telur hann að uppljóstrun sín ýti undir það að margir tilkynni sig veika á næstunni.

„Mér sýnist geðheilsan á íslensku þjóðinni hanga á bláþræði og sennilega tilkynna margir sig veika í næstu viku. Kæmi mér ekki á óvart. Miðað við viðbrögðin þá er þetta þörf umræða hér á landi og greinilega ekki mikil sátt um hvernig þessum málum er hagað. Ég þakka Bylgjunni og Rás 2 fyrir góð og fróðleg viðtöl, DV fyrir að starta þessu.  Mannlífi fyrir skemmtilegar fyrirsagnir,“ segir hann um þátt fjölmiðla í því  að vekja athygli á málstað hans og framgöngu.

Samtök atvinnurekenda hafa tekið sér stöðu við hlið Fiskikóngsins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri tók undir það á Bylgjunni að svik eigi sér stað varðandi læknisvottorð og innistæðulaus veikindi.

Kristján Berg ítrekar svo að hann fyrirgefi þeim sem lýst hafa skoðunum sínum á framferði hans og gagnrýnt meðferð hans á launþeganum veika.

„Takk fyrir að lesa, deila, kommenta og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu. Ég fyrirgef ykkur öllum. Svo gott að fyrirgefa,“ skrifar Kristján Berg á Facebook og fagnar því að komast í sumarfrí þar sem svo margir ætli að sniðgnga fyrirtækin hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -