Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ég vil fara í fleiri jarðarfarir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég hugsa mikið um dauðann, sennilega of mikið. Ég hef aldrei skilið af hverju en ég hef alltaf hugsað mikið um hvað gerist þegar við deyjum og satt best að segja þá óttast ég að deyja. Ég óttast að verða ekki að neinu. Mér hefur liðið svona síðan ég man eftir mér en það er ekkert atvik sem ég get bent á og sagt „Þaðan kemur þessi ótti, þessi hræðsla.“ Þetta hefur þó minnkað töluvert eftir að ég varð fullorðinn og er sem betur fer ekki hamlandi í mínu daglega lífi.

En slíkar hugsanir koma upp þegar fólk sem maður þekkir fellur frá og kannski ekki óvenjulegt að það aukist með aldrinum. Vinkona mín sem glímdi í mörg ár við krabbamein lést í fyrra og ég mætti í jarðarför hennar til að votta henni virðingu mína. Athöfnin var falleg og á sama tíma sorgleg, eins og eðlilegt er þegar ungt fólk lætur lífið. Kirkjan var þétt setinn af fólki sem ég þekki vel en þó vantaði fólk sem ég var viss um að yrði á svæðinu.

Þetta fékk mig til að hugsa um hversu mikið þarf fólk að þekkjast til þess að fara í jarðarfarir hjá öðru fólki. Fólk virðist vera með mjög mismunandi gildismat þegar kemur að slíkum málum. Eins og hjá vinkonu minni vantaði fólk sem ég hefði haldið að þekkti hana betur en ég. En vissulega geta komið upp aðstæður þar sem fólk hreinlega kemst í ekki jarðarför. Ég hef sjálfur lent í slíku og fékk það mikið á mig.

En eftir að hafa skrifað niður smá lista þá reiknast mér til að ég hafi farið í sjö jarðarfarir á ævinni en þegar ég hugsa til baka þá er ég með hálfgert samviskubit að hafa ekki farið í fimm aðrar. Í eina þeirra komst ég ekki, eins mikið og ég reyndi. En í hinar fjórar hefði í raun ekkert verið óeðlilegt ef ég hefði mætt. Þetta var fólk sem var með mér í leikskóla, með mér í bekk, með mér í fótbolta og með mér í list og ég tengdist með ýmsum háttum. Þetta var allt fólk sem hefði ekki komist á gestalistann í væntanlegt brúðkaup mitt en ég hefði talað við það ef ég hefði hitt það á förnum vegi. Mér líkaði vel við allt þetta fólk.

En í öllum þessum tilfellum lét ég gildismat annarra ráða för og það dugði mér. Ég ræddi við fólk sem þekkti viðkomandi betur en ég og það sagðist ekki ætla fara í jarðarförina. Ég fór því ekki. En eftir jarðarför vinkonu minnar þá held ég að muni mæta í fleiri jarðarfarir hjá fólki sem er aðeins fyrir utan minn innsta hring láti það lífið. Held að það sé mér hollt og ég hef trú á að fólk vilji fá sem flesta í eigin jarðarför.

Ég vil það allavega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -