Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Tilkynnti hún þetta rétt í þessu en RÚV sagði frá.
Beðið hafði verið eftir ákvörðun Bjarkeyja með óþreyju en í dag tilkynnti hún að Hval hf. skyldi hljóta veiðileyfi til veiða á langreiðum. Gildir leyfið fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt að veiða 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar en það gera samtals 128 langreyðar.
Samkvæmt vef Stjórnarráðsins segir að ákvörðun um veiðimagn rúmist innan marka ráðgjafa Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af vargætnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Bjarkey sagði niðurstöðuna um heimildina ekki vera ákvörðun sem samræmist hennar skoðunum eða skoðunum Vinstri grænna.
„Ég verð engu að síður að fara eftir lögum og reglum og þetta er mín niðurstaða núna,“ segir Bjarkey.
Reglugerðin er eins og hún var í fyrra eftir að hún var þrengd af fyrrverandi matvælaráðherra, að sögn Bjarkeyjar. Skilyrðin eru að öðru leyti ekki þrengri en þá.
Matvælastofnun kom með ábendingu um að enn frekari þrengingar skilyrðanna en Bjarkey segir það vera til skoðunar hjá matvælaráðuneytingu, en að það hafi í sjálfu sér ekki áhrif á útgáfu leyfisins.