Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og núverandi þingmaður Pírata, Andrés Ingi Jónsson segir í Facebook-fæslu að þó að hvalveiðileyfið hafi legið í loftinu, væri það þó sorglegt „Hvern hefði grunað að ríkisstjórn sem Vinstri græn stofnuðu skyldi verða sú ríkisstjórn Íslandssögunnar sem oftast hefur leyft hvalveiðar?“ Þá hvertur Andrés Ingi Alþingi til þess að samþykkja frumvarp Pírata um bann við hvalveiðum.
Hér er færslan í heild sinni:
„Það hefur í sjálfu sér legið fyrir allt síðasta árið að ríkisstjórnin myndi ekki banna hvalveiðar. Sorglegt er það samt. Hvern hefði grunað að ríkisstjórn sem Vinstri græn stofnuðu skyldi verða sú ríkisstjórn Íslandssögunnar sem oftast hefur leyft hvalveiðar?