Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á sunnudagskvöld, var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri.
Samkvæmt frétt mbl.is var maðurinn fæddur 1999 og búsettur á Íslandi.
Fólksbifreið sem maðurinn ók í norður, skall framan á jeppa sem ekið var til suðurs. Lést ökumaður fólksbifreiðarinnar en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ökumann og farþega jeppans á Landspítalann til aðhlynningar.
Um er að ræða ellefta banaslysið í umferðinni þar sem af er ári en samkvæmt Jóni Ólafssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Vesturlandi er verið að rannsaka tildrög slyssins.