Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Verðgáttin lögð niður fyrir fullt og allt: „Fyrst þau eru hætt þessu þá þurfum við að loka síðunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi frá þá hefur Verðgáttin verið óvirk um nokkurt skeið og óskaði eftir upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunar, sem sér um Verðgáttina, um ástæður þess en RSV var stofnað árið 2004 og að því standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, VR, Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst.

Í svari frá Magnúsi Sigurbjörnssyni, forstöðumanni RSV, sagðist hann hins vegar vera hættur sem forstöðumaður og hafði Mannlíf þá samband við Maríu Magnúsdóttur, stjórnarformann RSV, til að spyrja hana út í málið.

„Varðandi Verðgáttina þá var þetta samningur sem við áttum við [innskot blaðamanns: viðskipta]ráðuneytið sem var gerður árið 2023 og við ákváðum að halda þessu opnu meðan aðilar voru að senda inn gögn,“ en að sögn Maríu var um tilraunaverkefni að ræða sem í raun lauk í lok árs 2023. „En svo sáum svo sem ekki tilgang í að loka síðunni af því að búðirnar voru að senda inn gögn. En síðan um mánaðarmótin þá stoppar ein búðin að senda inn gögn en þessi samningur var útrunninn og þá getum við í rauninni ekki birt fyrir hina. Þannig að fyrst þau eru hætt þessu þá þurfum við að loka síðunni. En það er náttúrulega þetta Prís-app sem ASÍ kom með, það í raun hefur þetta hlutverk í dag,“ en Prís-app ASÍ var kynnt til leiks í desember á síðasta ári og er það styrkt af íslenskum stjórnvöldum.

„Mér þykir það góð lausn, þar geta neytendur líka sjálfir vaktað og sett inn vörur með strikamerkjakóðanum.“

Ekki misheppnað tilraunarverkefni

„Alls ekki, alls ekki,“ sagði María þegar hún var spurð hvort Verðgáttarverkefnið hafi misheppnast. „Ég held að þetta hafi verið frábær byrjun í þessari vegferð og ASÍ tekur þetta síðan á næsta stig. Þetta gekk vel og við erum þakklát þeim búðum sem sendu gögn inn og voru með okkur í þessu.“

Leit að nýjum forstöðumanni RSV stendur nú yfir og aðstoðar Magnús stjórnina á meðan þeirri leit stendur yfir.

„Hann er að aðstoða okkur við það að fá nýjan mann inn og við þurfum að halda þessu áfram gangandi. Hann er að aðstoða við það þó hann sé í sjálfu sér ekki að mæta á skrifstofuna. Þannig að hann er með aðganginn að tölvupóstinum sínum ennþá. Við erum að vinna þetta með honum og hann er að vinna þetta með okkur. Við erum honum rosalega þakklát.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -