Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug til Egilsstaða í morgun og flutti veikan einstakling á spítala.
Íbúum á Héraði fyrir austan brá nokkuð í morgun þegar sjúkrabíll í lögreglufylgd keyrði í ofvæni á Egilsstaðaflugvöll, þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar beið. Reyndist vera um veikan einstakling að ræða sem þurfti á bráðri hjálp að halda á sjúkrahúsi. Vegna þoku hafði sjúkraflugvélin ekki komist í loftið og var því kallað eftir þyrlu Gæslunnar.
„Við fengum útkall snemma í morgun austur vegna veikinda,“ segir Viggó Sigurðsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Mannlíf. „Við sendum þyrluna vegna þess að sjúkraflugið komst ekki vegna þoku á svæðinu.“
Að sögn Viggós er Landhelgisgæslan ávalt sjúkraflugi innan handar, komist flugvélar einhverra hluta vegna ekki í loftið til að sinna sjúklingum.