Þriðjudagur 22. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Séra Lárus er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lárus Þorvaldur Guðmundsson, fyrrverandi prófastur í Holti í Önundarfirði og
sendiráðsprestur er látinn. Séra Lárus þjónaði Flateyringum og öðrum Önfirðingum frá árinu 1963 til 1988. Lárus fæddist á Ísafirði 16. maí 1933. Hann lést þann 4. júní
síðastliðinn, 91 árs að aldri.
Á námsárum sínum starfaði Lárus sem framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins.
Hann var vígður til prestsárið 1963 og skipaður sóknarprestur í Holtsprestakalli í Önundarfirði sama ár. Hann varð prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi árið 1978.

Lárus starfaði ötullega að æskulýðsmálum í héraði sínu. Hann rak um árabil sumarbúðir á Núpi í Dýrafirði og í Holti.
Lárus var skáti og stofnaði skátafélagið Framherja á Flateyri ásamt Emil Hjartarsyni, kennara og seinna skólastjóra, og fleirum. Hann var einn stofnenda útgerðarfélagsins Hjálms hf. á Flateyri.

Lárus var framsýnn og snöggur að tileinka sér nútímatækni. Hann átti bæði flugvél og bát og  notaði þau farartæki gjarnan í embættisstörfum sínum Í Holti.
Hann var mikill útivistarmaður og fór gjarnan á gönguskíðum um fjöll, dali og sjó til þess að komast til sinna starfa.Hann ferðaðist mikið og háaldraður gisti hann gjarnan í göngutjaldi og ástundaði hreyfingu. Barnabarn hans, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, minnist hans á Facebook.

„Hann var séntilmaður fram í fingurgóma, alltaf óaðfinnanlega klæddur í three-piece-suit fram undir það síðasta, prestur, sjómaður og ævintýramaður sem flaug flugvélum og sigldi hraðbátum á Vestfjörðum þar sem hann var þekktur undir nafninu Lalli sport,“ skrifar Þorvaldur Sigurbjörn.

Árið 1989 varð hann sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og var umsjónarmaður í Húsi Jóns Sigurðssonar. Lárus var sæmdur dannebrogsorðunni af Margréti Danadrottingu fyrir störf sín í þágu Íslendinga í Danmörku.
Eiginkona Lárusar var Sigurveig Georgsdóttir, fædd 1930 og dáin 2018. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, Georg, Özur og Ragnheiði. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin fimm. Lárus hélt þreki fram undir það síðasta.

Útför Lárusar fer fram í Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 28. júní kl. 13.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -