Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir í viðtali við RÚV að nýgefið hvaðveiðileyfi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sé skref í átt að því að banna veiðarnar. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata gerir grín að þessum orðum ráðherrans í Facebook-færslu.
Halldóra Mogensen hæðist að orðum Guðmundar Inga félags- og vinnumálaráðherra sem segir hvalveiðileyfið skref í að banna hvalveiðar. Skrifaði hún stutta en hnitmiðaða Facebook-færslu þar sem hún nefnir dæmi um svipaðar staðhæfingar:
Færslan, sem birt var í gær hefur vakið nokkra athygli og á annað hundrað manns hefur líkað við hana. Nokkrir hafa svo skrifað athugasemdir við hana, þar á meðal Tjörvi nokkur: „Slagorð Jens Stoltenberg hjá NATO núna er „weapons = peace“. Þórdís Kolbrún varnarmálaráðherra hefur sagt svipað. Orwellískar mótsagnir.“