Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Bandarískur ferðamaður týndur á grískri eyju – Michael Mosley fannst látinn á nágranneyju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgunaraðgerðir eru hafnar á grísku eyjunni Amorgos eftir að bandarískur lögreglumaður á eftirlaunum hvarf á meðan hann var í gönguferð, nokkrum dögum eftir andlát sjónvarpslæknisins Michael Mosley við svipaðar aðstæður.

Eric Calibet (59), hafði verið í fríi á eyjunni en vinur hans tilkynnti hvarf hans seinni partinn í fyrradag.

Calibet fór í hina krefjandi fjögurra tíma gönguferð, frá Aegiali til Katapola um 7:00, samkvæmt staðbundnum fjölmiðlum. Vinur hans tilkynnti hvarfið til lögreglunnar á Amorgos eftir að hann var ekki kominn aftur átta tímum síðar. Yfirvöld hafa ekki getað haft samband við Calibet í gegnum annan hvorn tveggja farsíma hans.

Samkvæmt The Greek Reporter var síðasta skilaboðið sem maðurinn sendi, til systur hans og var mynd af slóðaskilti.

Björgunaraðgerð hófst síðdegis á þriðjudag og hófst aftur í gærmorgun með liðsauka frá Naxos-eyju í nágrenninu.

Lögreglan hefur óskað eftir gögnum frá farsímafyrirtækjum til að ákvarða síðasta þekktu staðsetningu Calibet á eyjunni, sem hefur um það bil 2.000 íbúa.

Hvarf bandaríska ferðamannsins gerðist nokkrum dögum eftir að þekkti sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á nágrannaeyjunni Symi í Grikklandi eftir umfangsmikla fimm daga leit.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -