Söfnun stendur nú yfir fyrir systur Palestínumannsins Ahmed Al-Mamlouk og börnum þeirra sem nú dvelja við afar krefjandi aðstæður á Gaza.
Unnur Andrea Einarsdóttir og Katrín Harðardóttir standa fyrir, auk Ahmed, söfnun svo hjálpa megi systrum Ahmed Al-Mamlouk og börnum þeirra en sjálfur missti Ahmed eiginkonu sína og öll fjögur börn sín í loftárás Ísraelshers í desember síðastliðnum. Útlendingastofnun hefur ítrekað neitað honum um hæli hér á landi og bíður hann því eftir því að vera kastað úr landi.
Sjá einnig: Ahmed missti öll börn sín í sprengjuárás: „Pabbi, hvenær getum við spilað fótbolta á Íslandi?“
Sjá einnig: Hálft ár liðið síðan Ahmed missti fjölskylduna í árás Ísraelshers: „Hjarta mitt grætur blóði“
Systur Ahmed, þær Eslam, Abeer og Haneen og börn þeirra eru í sárri þörf fyrir mat, vatni, lyfjum og tjöldum, svo þau hafi eitthvað skjól. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn er einungis eins mánaða gamall og þarfnast mjólkur og læknishjálpar.
Börnin:
Í texta sem fylgir söfnunarbeiðninni segir meðal annars:
„Hver króna skiptir máli og ef þið getið ekki gefið, vinsamlegast verið svo væn að deila þessu með vinum ykkar og fjölskyldu. Við þökkum þér frá innstu hjartarrótum!“
Hér má sjá plaggið:
Unnur Andrea skrifaði Facebook-færslu þar sem hún birtir myndskeið sem systir Ahmed tók eftir að sprengjuárás var gerð í um tveggja kílómetra fjarlægð frá dvalarstað hennar og fjölskyldu hennar. Hér má lesa færsluna í heild sinni, sjá reikningsupplýsingarnar og sjá myndskeiðið:
Hafi einhver spurningar varðandi söfnunina má heyra í Unni Andreu en tölvupóstfang hennar er: [email protected]