Komið hefur á daginn að Landsréttur hafi stytt dóm yfir karlmanni er sakfelldur var fyrir að nauðga tveimur þroskahömluðum konum, líkt og mbl.is greinir frá.
Héraðsdómur hafði dæmt manninn í 6 ára fangelsi; Landsrétti þótti fjögurra ára dóm við hæfi.
Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot; gegn þremur þroskahömluðum konum; hann var sýknaður af öllum ákæruliðum er sneru að einni konunni.
Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir misbeitingu gagnvart einni konunni; en hann hafði fengið hana til að taka reiðufé út úr hraðbanka og afhenda honum.
Gagnvart þriðju konunni var maðurinn líka sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot; hann beitti konuna blekkingum í gegnum samskiptamiðilinn Messenger til að eiga í kynferðislegum samskiptum við hana.
Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa hótað konunni að dreifa af henni kynferðislegum myndum er hann hafði fengið hana til að senda sér.