Föstudagur 25. október, 2024
5.2 C
Reykjavik

Skilgreina íslensk samtök sem hryðjuverkasamtök: „Hafa ráðist með ofbeldi á andstæðinga sína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök, en þetta kemur fram á DV.

Norðurvígi hafa haft starfsemi hér á landi; í Reykjavík og á Akureyri.

Kemur fram að Norðurvígi – Nordic Resistance Movement – séu samtök er stofnuð voru í Svíþjóð; hafa haft starfsemi á öllum Norðurlöndunum.

Var Íslandsdeildin stofnuð árið 2016 – en samtökin eru einna sterkust í Svíþjóð.

Norðurvígi hefur komist í fréttir á Íslandi – er þau hafa reynt eftir fremsta megni að breiða út sinn boðskap varðandi útlendinga og kynþáttahatur.

- Auglýsing -

Fyrir fimm árum voru samtökinin bönnuð í Finnlandi; þar hafði meðlimur Norðurvígis stungið 12 ára barn af erlendum uppruna með hnífi í verslunarmiðstöð.

Nú hafa bandarísk stjórnvöld opinberlega skilgreint Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök.

Nokkuð hefur borið á því að meðlimir Norðurvígis hafi myndað tengsl við nýnasistahópa í Bandaríkjunum og það veldur stjórnvöldum vestra áhyggjum:

- Auglýsing -

„Meðlimir hópsins og leiðtogar hans hafa ráðist með ofbeldi á pólitíska andstæðinga sína, mótmælendur, blaðamenn og aðra sem þeir líta á sem óvini sína,“ sagði í yfirlýsingu bandaríska innanríkisráðuneytisins.

Er þetta í samræmi við stefnu Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, sem hefur hert stefnu sína gegn hryðjuverkasamtökum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -