- Auglýsing -
Íslenskum viðskiptavinum Cyprus Development Bank (CDB) var á dögunum neitað um millifærslu umtalsverðrar fjárhæðar á bankareikninga hér á landi.
Kemur þetta fram í frétt á Mbl.is, en samkvæmt gögnum lýtur ákvörðunin að breyttri stefnu bankans um hvaða viðskiptavini hann vill samþykkja. Stefnan tók gildi nú í nóvember.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Ísland á lista hjá bankanum yfir þau lönd sem ekki er heimilt að opna á millifærslur af neinum toga.