Það verður hæg norðvestan og norðan átt í dag; skýjað að mestu; sums staðar smásúld eða þokumóða. Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig.
Kemur fram að bjartviðri muni verða á Suður- og Suðausturlandi – allt að 20 stiga hiti.
Á morgun, sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní, er spáð hægri breytilegri átt. Það verður skýjað og lítilsháttar skúrir sunnantil á landinu. Annars þurrt og bjart veður með sólarköflum, og verður hiti frá 6 stigum við austurströndina – upp í 16 stig á Vesturlandi.
Á höfuðborgarsvæðinu lítur allt út fyrir fyrir vestan golu; lítilsháttar skúrum; allt að tólf stiga hita.