Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Tjónið í Kringlunni er gríðarlega mikið – Slökkviliðið þurfti að rjúfa hluta af þakinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkviliðið lauk ekki störf­um við Kringl­una fyrr en um klukk­an eitt í nótt, en eins og hefur áður komið fram þá – á fjórða tím­an­um í gær – braust út eld­ur í þaki í aust­ur­hluta bygg­ing­ar­inn­ar. Nú er alveg ljóst er að tjónið er mikið.

Í samtali við mbl.is sagði Jónas­ Árna­son­, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, að síðustu bíl­ar slökkviliðsins hafi horfið af vett­vangi um klukk­an eitt í nótt; áætl­ar Jónas að ábilinu 50 til 60 manns hafi tekið þátt í slökkvi­starf­inu í Kringlunni.

Jón­as telur að tjónið vegna eldsvoðans sé gríðarlega mikið; af völd­um vatns og reyks; fram und­an sé afar mik­il vinna eft­ir slökkvi­starfið.

Kemur fram að slökkviliðið þurfti að rjúfa hluta af þaki Kringlunnar í gær­kvöld til að tryggja að eng­inn eld­ur logaði í eld­hreiðrum.

Eins og kom fram á Mannlífi í gær þá voru iðnaðar­menn voru við störf á þak­inu þegar eld­ur­inn kviknaði og er talið lík­legt að hann hafi kviknað þegar verið var að bræða þakpappa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -